Fimmtudagur 26. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Sjónvarpspör sem hefðu hætt saman í raunveruleikanum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það eru ófá pörin sem hafa fellt hugi saman á sjónvarpsskjánum. Hins vegar eru samböndin oft það stormasöm að það er furða að pörin hangi saman, og oft vantar uppá samskiptahæfileika þeirra.

Þetta er meðal þess sem nokkrir hjónabandsráðgjafar segja í nýrri grein á Huffington Post, þar sem farið er yfir þau sjónvarpspör sem hefðu ekki endað saman í raunveruleikanum.

Ross og Rachel í Friends

Þetta var sannarlega haltu mér-slepptu mér samband sem endaði með því að Ross og Rachel byrjuðu enn á ný saman í síðustu þáttaröðinni, eftir að hafa eignast barn saman. Danielle Forshee, félagsráðgjafi frá New Jersey, segir að þau hefðu eflaust dottið aftur í sitt gamla sambandsmynstur í framtíðinni.

„Sambandið var búið til á grunni sem var skemmdur eftir áralanga og vafasama hegðun. Þau voru bæði trúlofuð öðrum, þau áttu í samskiptaerfiðleikum með að tjá sig nákvæmlega um hvernig þeim leið með hvert annað og síðan giftu þau sig skyndilega í Las Vegas þegar þau voru blindfull,“ segir hún. Danielle Kepler, sambandsráðgjafi frá Chicago, er sammála því að samskipti Ross og Rachel hafi verið afleit.

„Þau gerðu það sem flestir gera þegar þeir eiga erfitt: spyrja vini sína ráða eða kvarta í staðinn fyrir að tala við hvort annað.“

- Auglýsing -

Carrie og Mr. Big úr Sex and the City

Það eru ekki allir sammála um hvort það hafi verið gott og rétt að Carrie hafi loksins endað með Mr. Big, enda var hann búinn að halda henni heitri í fjölmörg ár. Carly Haeck, sambandsráðgjafi í Seattle, segir að þeirra leið til að glíma við tilfinningar myndi eflaust slíta þeim í sundur í framtíðinni.

Hún segir að manneskjur eins og Big, sem á erfitt með að binda sig annarri manneskju, kunni að þrá ást en eigi erfitt með nánd. Þá segir hún að Carrie þurfi sífellda staðfestingu á sambandi þeirra.

„Í gegnum þeirra samband hefur Big fjarlægt sig frá Carrie, kannski til að bjarga sér frá því að vera berskjaldaður eftir að hafa verið særður í hjónabandi sínu,“ segir Carly og heldur áfram.

„Því meira sem hann dregur sig í hlé, því óöruggari verður Carrie í sambandinu, sem veldur því að hún er bæði mjög óþreyjufull í leit sinni að sambandi og gengur meira á eftir honum og fjarlægir sig stundum frá honum til að hann særi hana ekki.“

- Auglýsing -

Carly segir að þessi hegðun fari í hringi og gæti orðið til þess að Big yrði enn fjarlægari, sem myndi þýða endalok sambandsins.

„Þau þyrftu að átta sig á þessari hringrás og hvað veldur henni til að láta sambandið ganga og tala saman til að finnast þau örugg í sambandinu.“

Chuck og Wendy Rhoades í Billions

Linda Schlapfer, hjónabands- og fjölskylduráðgjafi í Connecticut, segir að ágreiningur á milli þessara tveggja myndi strax koma í ljós þar sem Chuck er lögfræðingur að rannsaka Axe Capital þar sem Wendy vinnur sem geðlæknir.

„Það er ómögulegt að halda með erkióvinum þegar annar er yfirmaður þinn og hinn eiginmaður þinn,“ segir Linda. Hún bætir við að bæði Chuck og Wendy hafi stigið yfir óafsakanlegar línur í hjónabandinu.

„Hann braust inn í tölvuna hennar og það er alveg bannað. Og hún fær svakalegar gjafir frá Axe og eyðir miklum tíma með yfirmanni sínum eftir vinnu. Það myndi láta hvaða eiginmanni sem er líða óþægilega.“

Tony og Carmela Soprano í The Sopranos

Carmela var rödd skynseminnar í mafíuþáttunum og þó hún hafi skilið við mafíósann í seríu fjögur náðu þau aftur saman. Danielle Forshee á erfitt með að trúa að þetta hjónaband hefði gengið í raunveruleikanum, þar sem Tony var ekki bara glæpamaður heldur steig oft yfir línuna.

„Ef eiginmaður sýnir mynstur þar sem hann heldur framhjá eða leitar utan sambandsins að tilfinningalegri, andlegri eða líkamlegri fróun þá er ólíklegt að kona í raunveruleikanum myndi heðga sér eins og Carmela gerir. Hún setur þarfir Tonys í fyrsta sæti, heldur heimilinu óaðfinnanlegu og eldar uppáhaldsmáltíðirnar hans. Það er bara óraunverulegt.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -