Mikil flóð hafa verið í Feneyjum undanfarna daga. Sjór hefur flætt yfir borgina og inn á vinsæla ferðamannastaði, þar á meðal inn í íslenska Feneyjaskálann sem er á eyjunni Giudecca.
Í skálanum er verkið Chromo Sapiens eftir listakonuna Hrafnhildi Arnardóttur, Shoplifter, og flæddi sjór á verkið á fimmtudaginn. Verkið er unnið úr hári. Ekki uðru skemmdir á verkinu en starfsmenn skálans hafa verið í óða önn við að þurrka það.
Helga Björg Kerúlf, stjórnandi Kynningarmiðstöðvar íslenskrar miðstöðvar (KÍM), segir í samtali við Morgunblaðið að í flóðinu hafi verkið sjálft ekki skemmst en skemmdir urðu á ljósabúnaði sem komið hafið verið fyrir á gólfinu.
Skálinn hefur verið lokaður í fimm daga en hann verður opinn í dag.
Verkið Chromo Sapiens verður sett upp í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi í janúar næstkomandi.