Sunnudagur 12. janúar, 2025
5.8 C
Reykjavik

Sjósund á Ströndum: Guðrún í augnsambandi við mannelskan sel

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Selurinn synti okkur til samlætis. Hann var örfáa metra frá okkur. Svo stakk hann sér á kaf en kom aftur til að forvitnast. Við vorum í augnsambandi. Hann var algjörlega óhræddur,“ segir Guðrún Gunnsteinsdóttir sem var í sjósundi í Norðurfirði í Árneshreppi síðdegis í dag ásamt samferðafólki sínu

Heimamenn stunda gjarnan sjósund fyrir botni Norðurfjarðar þar sem er sandfjara og gott aðgengi að dýpinu. Þau eru vön sjósundi og kuldinn beit ekki mikið á þau. Guðrún segist aldrei fyrr hafa upplifað að vera svo nálægt sel á sundi.

„Við vorum fjögur á sundi, ef selurinn er talinn með. Hann hefur haldið sig mánuðum saman á á þessum slóðum, segja heimamenn, og er því vanur mannfólki,“ sagði Guðrún sem er í stuttri heimsókn á æskuslóðum sínum.

Sjórinn á Ströndum er nú aðeins um 3 gráður á Celsíus, eins og lofthitinn svipaður, og því hrollkalt að stunda sportið. Guðrún segir kuldann venjast.

„Þetta er afskaplega hressandi. Ég fór tvisvar ofan í og langaði að vera lengur, selnum til samlætis. En það var of kalt fyrir þriðja baðið,“ segir Guðrún.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -