Sól og blíða hefur verið ríkjandi undanfarna daga í Árneshreppi á Ströndum. Hópur Ferðafélags Íslands og heimamenn brugðu á leik í gær og í dag og fóru í sjósund fyrir botni Norðurfjarðar við sjávarhita sem er um 6 gráður á celsíus. Á meðal sundfólksins í morgun voru nokkrir nýliðar sem vildu kynna sér þessa heilsubót sem yngir upp húðina um áratugi, jafnvel, og skapar andlega vellíðan. Var sundið nefnt Dagnýjarsund til heiðurs einum nýliðanum. Á meðal sundfólksins voru nokkrir sem stunda sjósund árið um kring.
Aðstæður í morgun voru með allra besta móti og sólin hellti geislum sínum yfir þau fögru fjöll sem ramma inn Trékyllisvík og Norðurfjörð.
Gestirnar að sunnan héldu heimleiðis í dag með þau fyrirheit á vörum að þau myndu koma aftur á þessar slóðir.