Miðvikudagur 5. febrúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Sjóva neitar Hrafnhildi um greiðslur vegna krabbameins: „Þetta er svo fúlt að fá bara neitun“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hrafn­hildur Tinna Sveins­dóttir flugfreyja hefur misst fimm mánuði frá vinnu vegna krabbameinsmeðferðar og veikinda vegna brjóstakrabbameins sem hún greindis með í sumar. Hún hefur þurft að fara í tvær stórar aðgerðir en Sjóva segir hana ekki vera með rétta krabbameinið til að geta fengið greitt vegna vinnutapsins.

Fréttablaðið greindi frá og ræddi við Hrafnhildi sem er sjúkdómatryggð hjá Sjóva. Hún á eftir að fara í þriðju aðgerðina snemma á næsta ári og hvetur alla til að skoða vel tryggingamál sín. „Ég fer í brjóst­nám og þessu fylgir síðan tvær stórar að­gerðir með svæfingu. Það er stað­bundið krabba­mein, áður en það fer að dreifa sér. Þar sem það var ekki farið að dreifa sér og þeir náðu krabba­meininu snemma þá vilja þeir ekki greiða mér. En vinnu­tapið og á­fallið er enn­þá það sama,“ segir Hrafn­hildur Tinna sem starfar sem flug­freyja hjá Icelandair:

„Ég mun lenda í enn meira vinnu­tapi og er í veikinda­leyfi núna. Þetta er svo fúlt að fá bara neitun þegar maður hefur borgað stórar upp­hæðir í tryggingarnar árum saman. Þegar þú kaupir þér sjúk­dóma­tryggingu ertu ekkert að skoða hvað er undan­skilið. Þegar maður kaupir sér sjúk­dóma­trygginguna er maður ekkert að spá í það. Þetta er held ég eitt al­gengasta krabba­meinið hjá konum.“ 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -