Skagamönnum er létt eftir að nýtt fyrirtæki tók við rekstri Skagans 3X í síðustu viku. Félagið varð gjaldþrota með þeim afleiðingum að 128 manns á Akranesi misstu vinnuna. viku. Nú horfir betur í atvinnumálum Skagamanna og Skaginn er risinn úr rústunum. Nýja félagið er í meirihlutaeigu tæknifyrirtækisins Kapp og fékk nafnið Kapp Skaginn.
Félagið einbeitir sér að framleiðslu á hátæknibúnaði fyrir fiskvinnslu. Starfsfólk hefur verið ráðið til nýja fyrirtækisins og er stefnt að því að vera með um 30 manns í vinnu um áramótin. Hluti þess starfsfólks starfaði áður hjá Skaganum 3X.
Harðar deilur hafa risið vegna gjaldþrotsins á sínum tíma. Margir telja að fyrirtækið hafi að hluta til misst fótanna vegna æakvörðunar ríkisstjórnarinnar um að loka sendiráði Íslands í Moskvu og setja samninga við Rússa þar með í uppnám.