- Auglýsing -
Snarpur skjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu nú klukkan 08:24 í morgun.
Skjálftar frá miðnætti í gær hafa mælst minni en þrír að stærð þar til nú en skjálftavirknin er enn mikil á Reykjanesskaganum.
Að sögn Veðurstofu Íslands hefur endanleg mæling ekki verið reiknuð en fyrsta mæling hljóðaði upp á 3,2.
„Hann var þarna rétt vestan við Kleifarvatn, fyrstu tölur voru eitthvað um 3,2 að stærð en við þurfum aðeins að yfirfara og reina hann aftur“.
Fréttin verður uppfærð þegar nákvæmari tölur berast.