Eftir taumlausa spilamennsku erlendis til að fylgja eftir nýjustu plötu sinni koma Skálmaldarliðar loksins heim og spila ferna tónleika, tvenna í Reykjavík og tvenna á Akureyri.
Síðan fimmta plata þeirra, Sorgir, kom út á haustmánuðum hafa þeir varla staldrað við en ætla að loka vetrartúrnum hér á landi. Hér munu ný lög hljóma í bland við eldri á alvöruþungarokkstónleikum, fjarri öllum sinfóníuhljómsveitum og stórum tónleikasölum, hér er Skálmöld í sínu náttúrulega umhverfi.
Áhugasömum skal bent á að fleiri Skálmaldartónleikar eru ekki á planinu hér á landi á árinu og eins verður ekki hægt að bæta við fleiri tónleikum í þessari atrennu.
Tónleikarnir á Hard Rock Café fara fram 5. og 6. apríl og hefjast klukkan 21.00. Hægt er að nálgast miða á Midi.is.