Laugardagur 21. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Skálmöld ríkir og hnífum er beitt: „Þá hatursmenningu kostað hafa mannslíf verður að uppræta“.

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Skálmöld er ríkjandi þar sem hnífum er beitt í samfélaginu. Um helgina komu upp þrjú tilvik þar sem fólk var stungið með hnífum eða gerð að því atlaga. Annað tilvikið varð á bæjarhátíðinni Í túnínu heima þar sem hnífur kom við sögu í líkamsárás. Fórnarlambið slapp ómeitt frá atlögunni.

Tveir urðu fyrir árás í gistiheimili á Granda. Áverkar voru ekki alvarlegir. Þetta gerist á sama tíma og 17 ára stúlka,  Bryndís Klara Birgisdóttir, lét lífið af völdum árásar á Skúlagötu í miðborg Reyjavíkur á Menningarnótt. Morðinginn, 18 ára piltur, stakk tvö aðra sem lifðu af árásina. Hann er í gæsluvarðhaldi í fangelsinu á Hólmsheiði. Bryndís barðist fyrir lífi sínu í tæpa viku áður en hún dó af völdum áverkanna. Mikil sorg er vegna andláts stúlkunnar sem á einu andartaki var svipt lífi sínu og framtíð. Ekki er vitað hvað morðingjanum gekk til með árásinni en lögregla rannsakar málið með það fyrir augum að upplýsa um ásetning piltsins sem enn hefur ekki verið nafngreindur opinberlega í tengslum við málið.

„Nú þarf að hafa hátt og tryggja með skipu­leg­um og út­hugsuðum hætti, að þessi mar­tröð, miss­ir okk­ar og líf Bryn­dís­ar minn­ar muni leiða til betri veru­leika fyr­ir ís­lenskt sam­fé­lag!
Þessi dýra og óbæri­lega fórn henn­ar, skal og verður að bjarga manns­líf­um,“ skrifaði Birgir Karl Óskarsson, faðir Bryndísar Klöru á Facebook, eftir lát hennar.
Ólína Þorvarðardóttir, doktor í þjóðfræði, vitnar til orða hins syrgjandi föður og tekur undir kröfuna um aðgerðir.
„Þá hrikalegu hatursmenningu sem er undirrót vopnaburðar ungmenna og árása sem kostað hafa mannslíf á undanförnum misserum og árum verður að uppræta. Ég sé samhengi við vaxandi fátækt, versnandi félagslega stöðu tiktekinna hópa, skertan lesskilning ungmenna, vaxandi útlendingahatur, markaleysi í samskiptum almennt og ekki síst samfélagslega meðvirkni og afneitun,“ skrifar Ólína. Fjöldi manns tekur undir með henni í athugasemdum.

Þekkt er að fjöldi fólks gengur með hnífa, sumpart undr því yfirskyni að um sé að ræða varnarvopn. Málið var rætt á fundi ríkisstjórnarinnar og fjöldi manns hefur miklar áhyggjur af þeirri skálmöld sem ríkir þar sem hnífar koma viö sögu. Rætt er um að herða lög sem banna vopnaburð í margmenni og reyna þannig að stemma stigu við því ástandi sem ríkir á landinu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -