Skálmöld er ríkjandi þar sem hnífum er beitt í samfélaginu. Um helgina komu upp þrjú tilvik þar sem fólk var stungið með hnífum eða gerð að því atlaga. Annað tilvikið varð á bæjarhátíðinni Í túnínu heima þar sem hnífur kom við sögu í líkamsárás. Fórnarlambið slapp ómeitt frá atlögunni.
Tveir urðu fyrir árás í gistiheimili á Granda. Áverkar voru ekki alvarlegir. Þetta gerist á sama tíma og 17 ára stúlka, Bryndís Klara Birgisdóttir, lét lífið af völdum árásar á Skúlagötu í miðborg Reyjavíkur á Menningarnótt. Morðinginn, 18 ára piltur, stakk tvö aðra sem lifðu af árásina. Hann er í gæsluvarðhaldi í fangelsinu á Hólmsheiði. Bryndís barðist fyrir lífi sínu í tæpa viku áður en hún dó af völdum áverkanna. Mikil sorg er vegna andláts stúlkunnar sem á einu andartaki var svipt lífi sínu og framtíð. Ekki er vitað hvað morðingjanum gekk til með árásinni en lögregla rannsakar málið með það fyrir augum að upplýsa um ásetning piltsins sem enn hefur ekki verið nafngreindur opinberlega í tengslum við málið.
Þekkt er að fjöldi fólks gengur með hnífa, sumpart undr því yfirskyni að um sé að ræða varnarvopn. Málið var rætt á fundi ríkisstjórnarinnar og fjöldi manns hefur miklar áhyggjur af þeirri skálmöld sem ríkir þar sem hnífar koma viö sögu. Rætt er um að herða lög sem banna vopnaburð í margmenni og reyna þannig að stemma stigu við því ástandi sem ríkir á landinu.