Laugardagur 11. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

„Skammist ykkar!“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sautján nemendur létust og að minnsta kosti fjórtán slösuðust þegar hinn nítján ára Nikolas Cruz hóf skothríð í skólanum Marjory Stoneman Douglas í Flórída fyrir stuttu.

Þessi harmleikur hefur enn og aftur vakið upp margar spurningar varðandi byssulöggjöf í Bandaríkjunum og var til dæmis haldinn mótmælafundur í Fort Lauderdale um helgina þar sem löggjöfinni var mótmælt. Emma Gonzales lifði af skotárásina og hélt áhrifamikla ræðu á fundinum en ræða hennar hefur farið eins og eldur um sinu á internetinu.

„Hver einasta manneskja hér í dag ætti að vera heima að syrgja. En í staðinn erum við hér saman því ef ríkisstjórnin okkar og forseti geta bara sent góðar hugsanir og beðið fyrir fórnarlömbunum þá er kominn tími til að fórnarlömbin breyti því sem þarf að breyta,“ sagði Emma á fundinum og uppskar mikið lófatak.

Hún hélt áfram og sagðist vera fullviss um að hún og skólafélagar hennar yrðu tekin fyrir í sögubókunum. En ekki bara í tölfræði um skotárásir í Bandaríkjunum heldur út af þeirri von hennar að þau yrðu fórnarlömb síðustu skotárásarinnar þar vestan hafs. Svo hafði hún sterk skilaboð til forseta Bandaríkjanna, Donalds Trump, og annarra stjórnmálamanna sem þiggja greiðslur frá Landssambandi byssueiganda (NRA):

„Skammist ykkar!“

Emma er orðin eins konar hetja á samfélagsmiðlum og hafa fjölmargir deilt ræðu hennar í von um að breyta lögunum. Hér fyrir neðan má sjá nokkur tíst um hina hugrökku Emmu:

- Auglýsing -

- Auglýsing -

Texti / Lilja Katrín
[email protected]

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -