Skapvondur þjófur var gripinn með góss úr verslun í Kópavogi. Maðurinn var mjög ölvaður og hafði stungið inn á sig vörum innanklæða. Starfsmaður reyndi að taka af honum þýfið en maðurinn var afskaplega viðskiptaillur og tók á sprett út. Þegar lögreglu bar að garði var hann að reyna að nota rafmagnshlaupahjól á flóttanum en þau áform hans voru stöðvuð. Hann lýsti yfir uppgjöf og afhenti vörurnar. Maðurinn mun sæta ábyrgð að lögum.
Ökumaðursem virtist vera við skál ók niður umferðarskilti í Breiðholti fyrir framan nefið á löggunni. Lögreglumenn sem urðu vitni að atvikinu handtóku ökumanninn sem reyndist vera kona.henni var gert að sofa úr sér í fangaklefa lögreglunnar og mun þurfa að svara til saka þegar nýr dagur er runninn.