Sunnudagur 24. nóvember, 2024
-2.3 C
Reykjavik

Skarphéðins minnst: „Einstakt ljúfmenni, djúpvitur og sérstaklega vel að sér um alla náttúru“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
„Skarphéðinn var einstakt ljúfmenni, djúpvitur og sérstaklega vel að sér um alla náttúru og dýralíf,“ segir í minningarorðum Landverndar um Skarðhéðinn. G. Þórisson líffræðing sem er jarðsunginn í dag. Hann lést af slysförum sunnudaginn 9. júlí í hörmulegu flugslysi ásamt tveimur öðrum.
Félagar Skarphéðins segja að meðal margra verkefna Skarphéðins hafi verið að hafa eftirlit með hreindýrum af hálfu Náttúrustofu Austurlands. Hann hafi einmitt verið í slíkri ferð yfir búsvæði þeirra þegar hið hörmulega slys átti sér stað.
„Landvernd naut góðs af verkum og fagmennsku Skarphéðins hvort þá heldur þurfti að leita í hans viskubrunn eða gríðarmikið myndasafn. Fullyrða má að enginn einstaklingur hafi búið yfir jafn mikilli þekkingu á lifnaðarháttum hreindýra á Íslandi og Skarphéðinn. Auk þess átti hann stórfenglegt safn hreindýramynda, enda var hann frábær ljósmyndari. Myndir hans hafa meðal annars um langt skeið prýtt veggi flugstöðvarinnar á Egilsstöðum, farþegum og gestum til yndisauka. Þá hafa myndir frá Skarphéðni einnig skreytt náttúrutengdar sýningar um land allt, stórar sem smáar,“ segir í minningarorðunum.

Minningarorðin í heild sinni: „Góður liðsmaður og félagi Skarphéðinn G. Þórisson líffræðingur hjá Náttúrustofu Austurlands er fallinn frá. Skarphéðinn var einn þeirra sem létust í hörmulegu flugslysi við Sauðahnjúka sunnudaginn 9. júlí. 

Skarphéðinn var einn af máttarstólpum íslenskrar náttúruverndar og sat í stjórn Náttúruverndarsamtaka Austurlands um langt árabil. Þar vann hann mikið starf af hugsjóninni einni með góðum félögum, einnig átti hann sæti í faghópi 2 v/rammaáætlunar og kom víðar við á þessu sviði.

Landvernd naut góðs af verkum og fagmennsku Skarphéðins hvort þá heldur þurfti að leita í hans viskubrunn eða gríðarmikið myndasafn. Fullyrða má að enginn einstaklingur hafi búið yfir jafn mikilli þekkingu á lifnaðarháttum hreindýra á Íslandi og Skarphéðinn. Auk þess átti hann stórfenglegt safn hreindýramynda, enda var hann frábær ljósmyndari. Myndir hans hafa meðal annars um langt skeið prýtt veggi flugstöðvarinnar á Egilsstöðum, farþegum og gestum til yndisauka. Þá hafa myndir frá Skarphéðni einnig skreytt náttúrutengdar sýningar um land allt, stórar sem smáar.

Meðal margra verkefna Skarphéðins var eftirlit með hreindýrum af hálfu Náttúrustofu Austurlands. Hann var einmitt í slíkri ferð yfir búsvæði þeirra þegar hið hörmulega slys átti sér stað.

Skarphéðinn var einstakt ljúfmenni, djúpvitur og sérstaklega vel að sér um alla náttúru og dýralíf.

Um leið og Landvernd vill þakka Skarphéðni allt hans ómetanlega framlag til náttúruverndar í landinu sem og samstarf, vottum við aðstandendum öllum okkar dýpstu samúð“.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -