Fimmtudagur 14. nóvember, 2024
9.5 C
Reykjavik

Skelfilegt að vera fangi í faraldrinum: „Sakna þess að geta ekki faðmað fólkið mitt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Covid faraldurinn hefur lent illa á mörgum en við fangarnir erum sennilega í hópnum sem hefur farið með þeim verst úr honum. Einangrunin sem við búum við, fjarlægðin við ástvini okkar og aðgerðarleysið og depurðin við að sitja í fangelsi er nógu slæmt en svo kom Covid og allt snarversnaði meira en okkur hefði nokkurn tíma dottið í hug“.

Þetta segir fangi í viðtali við Mannlíf en hann hefur nýlega afplánað dóm sinn en vill ekki koma fram undir nafni.

Fólk er jú á eigin heimili

Á vefsvæði Afstöðu, hagsmunafélags fanga er bent á að  að skjólstæðingar Fangelsismálastofnunar hafi ekki ástvini sína sér við hlið. Þeir hafi raunar ekki fengið að sjá fjölskyldu eða vini eftir að neyðarstigi var lýst yfir þótt að ástandið sé smám saman að breytast til hins betra. Einnig ber bent á að einangrunin og innilokunin sem heimsfaraldurinn hefur haft í för með sér í fangelsum hafi gert það að verkum að að afplánunarfangar hafi verið meira og minna inni í klefum sínum, vanvirkir vegna lamaðrar starfsemi í fangelsum.

Fanginn fyrrverandi sem Mannlíf ræddi við tekur fram að hann sé hjartanlega sammála afstöðu Afstöðu. „Þetta var bara ömurlegur tími. Ég fékk ekki að hitta fjölskylduna mína og hef aldrei verið meira einmana en í faraldrinum“.

Sóttkví og fangelsisvist tvennt afar ólíkt

- Auglýsing -

Fangarnir benda á á síðu Afstöðu að alltof margir hafi litið svo á að um sambærilega hluti sé að ræða, sóttkví og fangelsisvist, og sé um kunnuglegt stef sé að ræða bæði í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum. Aftur á móti sé það einfaldlega út í hött að bera þetta saman.

Meðal kunnuglegra athugasemda segjast fangarnir oft sjá eftirfarandi og þeir finni illa fyrir þeirri aðstöðu sem þeir eru eru í.

  • „Sakna þess að geta ekki faðmað fólkið mitt“
  • „Þetta er hundleiðinlegt til lengdar“
  • „Hvernig á að brjóta upp einsleitnina“
  • „Öllum ljóst að einangrunin sem sóttkvíin felur í sér er hrikalega streituvaldandi“

Hér er um að ræða aðeins fjögur nýleg dæmi úr fjölmiðlum, fyrri tvö úr viðtölum og seinni úr umfjöllun um sóttkví þótt um mun fleiri sér að ræða og dæmin nær óteljandi.

- Auglýsing -

Einsleitt og streituvaldandi ástand

Fólki líður eðlilega illa í sóttkví og við skiljum það. Það er einsleitt, streituvaldandi og hefur oft verulega neikvæð áhrif á andlega heilsu. Samt hafa flestir í sóttkví allt til alls, eru á eigin heimili, oftar en ekki með fjölskyldu sína með sér og endalaust úrval af afþreyingareyingarefni sem við höfum ekki aðgang að,“ segja talsmenn Afstöðu.

Hið svokallaða „lúxuslíf“

Umræðan um það hversu gott þeir hafi það sem afpláni dóma í íslenskum fangelsum dúkkar upp reglulega og orðræðan um fimm stjörnu hótel með öllum helstu þægindum fylgir í kjölfarið.

Hneykslast er yfir því að dæmdir menn fái að horfa á sjónvarpið, fara í sturtu á hverjum degi og hafi aðgang að síma.

„Við sem lifum í þessum raunveruleika vitum auðvitað betur en mögulega örlar á skilningi hjá fleirum þessi dægrin” segja meðlimir Afstöðu, hagsmunafélags um málefni fanga og betrun.

Guðmundur Ingi Thoroddsson, formaður Afstöðu

Mannskemmandi ástand

„Við erum ekki bara að tala um leiðindi heldur er þetta mannskemmandi og faraldurinn gerði allt verra”.

„Þegar ástandið er „eðlilegt“ er það að sama skapi bagalegt og margt má betur fara. Sálfræðiþjónusta er lítil sem engin, vinna af skornum skammti og hvatning til betrunar fjarlægur draumur. Fangelsin eru geymsla og enginn sem lokið hefur afplánun telur sig hafa haft það gott,“ segir á síðunni.

Fanginn fyrrverandi sem Mannlíf talaði við bað því að yrði komið á á framfæri að aðstandendur og vinir muni að staða fanga er erfið, sýni þeim skilning og hafi samband. Þetta sé erfiður tími, enginn tími sé góður í fangelsi, en innilokunin vegna faraldsins hafi reynst honum og samföngum hans sérstaklega erfið.

Afstaða vill einnig hvetja aðstandendur og vini til þess að gefa þeim gaum sem sitja inni, hafa samband og reyna að létta lund þeirra. Þetta sé erfiður tími fyrir alla en ekki síst þá sem eru í fangelsum landsins. Það er ekki eftirsóknarvert að vera í fangelsi venjulega en um þessar mundir, á meðan Covid-19 faraldurinn gengur yfir sé það hreint út sagt skelfilegt.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -