Skemmdarverk var unnið á Alþingishúsinu í dag. Spreyjað var á glugga þess og á styttu við húsið, skrifað „Gaza“.
Ráðist var á rútubílstjóra í miðborginni að tilefnislausu.
Lögregla stillti til friðar þegar slagsmálahundar tókust á í austurborginni.
Gestur var rekinn út af hóteli þegar í ljós kom að hann átti ekki fyrir gistingunni.
Tveir voru handteknir eftir að hafa farið ruplandi og rænandi um verslanir í miðborginni og víðar.
Ungmenni voru staðin að landadrykkju í Hafnarfirði. Lögregla mætti á staðinn.
Maður féll utandyra og slasaðist á höfði.