Fernando Jorge útskrifaðist frá Central Saint Martins-skólanum í London árið 2010. Síðan þá hefur hann bókstaflega þotið upp á stjörnuhimininn.
Hann þykir einn frumlegasti og flottasti skartgripahönnuðurinn á markaðnum í dag.
Beyoncé og Michelle Obama eru meðal aðdáenda hans en gripir hans eru sagðir geisla af orku og persónuleika. Fernando fæddist og ólst upp í Brasílíu.
Amma hans var mikill fagurkeri og hann segir að vegna áhrifa hennar hafi hann valið sér skapandi starf.
![](https://www.mannlif.is/wp-content/uploads/2020/05/vi-2005-16-xx_020042.jpg)
![](https://www.mannlif.is/wp-content/uploads/2020/05/vi-2005-16-xx_020038.jpg)
Nýjasta lína hans heitir Flame, eða Logi, og hann segir að þar sé hann að leitast við að skapa tilfinningu fyrir hreyfingu, krafti og sjálfstrausti. Í hvert sinn sem hann sest niður til að skapa treystir hann á tilfinningu sína fyrir efninu, innsæi og til mótvægis á þrotlausa vinnu sína við endurbætur allt þar til hann nær fram þeim áhrifum sem hann sækist eftir.
![](https://www.mannlif.is/wp-content/uploads/2020/05/vi-2005-16-xx_020041.jpg)
![](https://www.mannlif.is/wp-content/uploads/2020/05/vi-2005-16-xx_020037-e1585231859495.jpg)
![](https://www.mannlif.is/wp-content/uploads/2020/05/vi-2005-16-xx_020035.jpg)