Leikkonan Meghan Markle og Harry Bretaprins, nú hertogahjónin af Sussex, gengu í það heilaga þann 19. maí síðastliðinn.
Sjá einnig: Segir brúðarkjól Meghan hafa verið fullkominn.
Meghan og Harry hafa nú í nægu að snúast að skila öllum brúðargjöfunum sem þau fengu, en verðmæti þeirra er tæpur milljarður króna.
En af hverju? Jú, strangar reglur gilda um gjafir til konungsfjölskyldunnar og mega þau ekki taka við gjöfum frá fólki eða fyrirtækjum sem þau þekkja ekki. Er þetta gert svo meðlimir konungsfjölskyldunnar séu ekki misnotaðir í auglýsingaskyni, en líklegt er að mikið af brúðargjöfunum hafi verið sendar í þeirri von að Meghan og Harry myndu auglýsa muni óbeint á samfélagsmiðlum og opinberlega.
Sjá einnig: Heiðruðu Díönu prinsessu með brúðkaupsmyndunum.
Gildir þessi regla um alla meðlimi konungsfjölskyldunnar en drottningin sjálf má ekki fá gjafir út af öryggisástæðum.
Meghan og Harry báðu fólk sérstaklega um að gefa pening í góðgerðarmál vegna brúðkaupsins en það voru greinilega ekki allir sem fengu þau skilaboð.