Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa skilgreint nýnasistasamtökin Norðurvígi sem hryðjuverkasamtök, en þetta kemur fram á DV.
Norðurvígi hafa haft starfsemi hér á landi; í Reykjavík og á Akureyri.
Kemur fram að Norðurvígi – Nordic Resistance Movement – séu samtök er stofnuð voru í Svíþjóð; hafa haft starfsemi á öllum Norðurlöndunum.
Var Íslandsdeildin stofnuð árið 2016 – en samtökin eru einna sterkust í Svíþjóð.
Norðurvígi hefur komist í fréttir á Íslandi – er þau hafa reynt eftir fremsta megni að breiða út sinn boðskap varðandi útlendinga og kynþáttahatur.
Fyrir fimm árum voru samtökinin bönnuð í Finnlandi; þar hafði meðlimur Norðurvígis stungið 12 ára barn af erlendum uppruna með hnífi í verslunarmiðstöð.
Nú hafa bandarísk stjórnvöld opinberlega skilgreint Norðurvígi sem hryðjuverkasamtök.
Nokkuð hefur borið á því að meðlimir Norðurvígis hafi myndað tengsl við nýnasistahópa í Bandaríkjunum og það veldur stjórnvöldum vestra áhyggjum:
„Meðlimir hópsins og leiðtogar hans hafa ráðist með ofbeldi á pólitíska andstæðinga sína, mótmælendur, blaðamenn og aðra sem þeir líta á sem óvini sína,“ sagði í yfirlýsingu bandaríska innanríkisráðuneytisins.
Er þetta í samræmi við stefnu Joe Bidens, forseta Bandaríkjanna, sem hefur hert stefnu sína gegn hryðjuverkasamtökum.