Skipverjar á togaranum Hrafni Sveinbjarnarsyni reyndust ekki smitaðir af COVID-19 kórónaveirunni.
Togarinn kom að landi í Vestmannaeyjum seint í gærkvöldi, og voru þrír skipverja mikið veikir. Sýni voru tekin af sjö skipverjum, og hafa þau nú leitt í ljós að enginn þeirra er smitaður af kórónaveirunni.
Sjá einnig: „Ef um smit vegna COVID-19 er að ræða, þá verður skipt um áhöfn“
Sjá einnig: Ótti vegna smits um borð í togara – MYNDIR
Skipverjar styttu biðina eftir niðurstöðum með því að skella í pílumót, sem fékk hið viðeigandi nafn, COVID-19 mótið.