Föstudagur 27. desember, 2024
4 C
Reykjavik

Fífldjarfir ferðamenn að þvælast um lífshættulegt hraunið: „Við erum komin í eldgosatíma“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jarðskjálfti að stærðinni 3,5 mældist skömmu fyrir klukkan ellefu í gærkvöld. Skjálftinn átti upptök sín um tveimur kílómetrum vestan við Kleifarvatn.

Þá mældist annar jarðkjálfti stuttu síðar eða kl 23:15 og var sá 3,2 stig.

Þrátt fyrir mikla skjálftavirkni síðustu daga mældist enginn skjálfti yfir þremur stigum eftir tvo fyrrnefndu en þó fjölmargir minni.

Mannlíf var á gosstöðvunum í gær. Nokkur fjöldi manns lagði leið sína á gosstöðvarnar við Geldingadali í gær. Langflestir voru útlendingar. Talsvert var um að fólk legði leið sína út á nýja hraunið í Nátthaga og stofnaði þannig lífi sínu og limum í hættu. Sumir voru komnir tugi metra inn á hraunbreiðuna. Að sögn eftirlitsmanns Umhverfisstofnunar á svæðinu er það klárt lögbrot að fara út á hraunið auk þess að vera fífldirfska. Enn er glóandi hraun undir þunnri skorpu þar sem hraunelfurinn braust fram og niður í Nátthaga.

Að sögn eldfjallafræðings hefur spenna í efri skorpunni aukist og þar af leiðandi auknar líkur á eldgosi. Eldgos getur brotist fram hvar sem er á svæðinu frá Trölladyngju og langleiðina að Grindavík. Flestir halda í þá von að gos, ef af verður, verði á sömu slóðum og fyrr.
Í viðtali við Vísi sagði Ármann Höskuldsson að kvikan muni koma upp ef efri skorpan gefi sig. Þá segir hann fólk þurfa að fara að venjast jarðskjálftunum og yfirvofandi eldgosum.

„Það þýðir ekki að nálgast þetta öðruvísi en það að þetta er það sem við þekkjum á Reykjanesinu. Við erum komin í spennulosunartíma. Við erum komin í eldgosatíma. Nú verða menn bara að fara að venjast þessu því að næstu 100-150 ár, verður þetta í gangi“.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -