- Auglýsing -
Í nótt klukkan 03:54 varð skjálfti upp á 4,5 stig í norðaustanverðri Bárðarbunguöskjunni og fylgdu eftirskjálftar. Enginn gosórói er sjáanlegur. Þetta kemur fram á vef Veðustofunnar.
Þar segir að síðast hafi skjálfti af svipaðri stærðargráðu orðið í Bárðarbungu þann 5. janúar síðastliðinn. Sá skjálfti varð klukkan hálf fimm um nótt og mældist 4,8 stig, þá fylgdi einn stór eftirskjálfti, 4,2 stig að stærð.