Stjórnarformaður Íslandshótela, Ólafur Torfason, segir koma til greina að loka fimm hótelum tímabundið af þeim 17 sem eru í keðju Íslandshótela.
Ólafur segir frá þessu í samtali við Morgunblaðið. Hann segir ástæðuna vera fyrirséð tekjutap vegna útbreiðslu kórónaveirunnar sem veldur COVID-19.
Möguleg lokun fimm hótela kæmi til viðbótar við útleigu á Fosshóteli Lind á Rauðarárstíg sem er leigt undir sóttkví vegna kórónaveirunnar.
Rúmlega 500 mann starfa hjá hótelkeðjunni núna og segir Ólafur að reynt verði að verja þau störf með aðstoð yfirvalda.