- Auglýsing -
Íslenska landslið setti sér það markmið að komast í átta liða úrslit í heimsmeistaramótinu í handbolta. Nú sýna úrslit að ólíklegt sé að liðið nái í eitt af tólftu sætunum og draumurinn um sæti á Ólympíuleikunum í París 2024 er runninn út í sandinn.
Því hefur verið haldið á lofti að þjálfari landliðsins, Guðmundur Guðmundsson, beri þar höfuðábyrgð og rétt þyki að hann segði starfi sínu lausu. Í ljósi frammistöðu íslenska landsliðsins setur Mannlíf fram könnun og spyr lesendur sína hvað þeim þyki rétt.