Birna Sif Bjarnadóttir, skólastjóri Ölduselsskóla í Reykjavík, var bráðkvödd á heimili sínu síðastliðinn fimmtudag, 27. júní. Hún var 37 ára. Birna lætur eftir sig eiginmann og þrjár dætur. Mbl.is greinir frá.
Eiginmaður Birnu er Bjarki Þórarinsson, byggingartæknifræðingur hjá Mannvit. Saman áttu þau dæturnar Ronju Rut fædd 2008, Birgittu Sigríði fædd 2011 og Birtu Dís fædd 2015.
Birna Sif fæddist í Reykjavík 2. september 1981. Foreldrar hennar eru Bjarni Þ. Bjarnason og Sigríður Ólafsdóttir. Hún lauk meistaragráðu í uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Íslands. Í náminu lagði hún áherslu á stjórnunarfræði menntastofnana. Birna starfaði sem grunnskólakennari við Ölduselskóla í áratug eftir námið. Áður en hún tók við sem skólastjóri starfaði hún í Flataskóla í Garðabæ sem deildarstjóri í eitt ár og svo aðstoðarskólastjóri Breiðholtsskóla.