Föstudagur 27. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Skotárás í Hafnarfirði – Sérsveitarmenn komnir inn í húsið og leikskóla í hverfinu lokað

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mikill viðbúnaður lögreglu er nú í Miðvangi í Hafnarfirði eftir að skotið var á bíl í hverfinu. Sérsveit lögreglunnar er meðal annars á vettvangi og hefur leikskólanum Víðivöllum verið lokað. Öllum leiðum til og frá leikskólanum hefur verið lokað og foreldrum borist tilkynning um að börnin séu örugg inn í skólanum.

Sérsveitarmönnum fjölgaði töluvert á svæðinu upp úr klukkan átta og klæddust þeir skotheldum vestum. Samkvæmt heimildum Mannlífs hafa sérsveitarmenn nú farið inn í fjölbýlishús í götunni. Er karlmaður grunaður um að hafa skotið úr íbúð á bifreið. Fréttin verður uppfærð.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -