Mikill viðbúnaður lögreglu er nú í Miðvangi í Hafnarfirði eftir að skotið var á bíl í hverfinu. Sérsveit lögreglunnar er meðal annars á vettvangi og hefur leikskólanum Víðivöllum verið lokað. Öllum leiðum til og frá leikskólanum hefur verið lokað og foreldrum borist tilkynning um að börnin séu örugg inn í skólanum.
Sérsveitarmönnum fjölgaði töluvert á svæðinu upp úr klukkan átta og klæddust þeir skotheldum vestum. Samkvæmt heimildum Mannlífs hafa sérsveitarmenn nú farið inn í fjölbýlishús í götunni. Er karlmaður grunaður um að hafa skotið úr íbúð á bifreið. Fréttin verður uppfærð.