Íslendingur var staddur með fjölskylduvini er skotið var á þá báða fyrir framan verslun í Tulsa í Oklahoma 8. september 2012 með þeim afleiðingum að Íslendingurinn lést samstundis.
Morgunblaðið fjallaði um málið á sínum tíma. Dave Walker, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni í Tulsa, sagði að maðurinn, sem var í bílnum með Íslendingnum hafi heitið John White og verið nágranni og vinur fjölskyldu hins látna. Hann hafi verið í heimsókn á heimili þeirra kvöldið sem árásin átti sér stað.
Að sögn Walkers bauðst White til að sækja drykki í nærliggjandi verslun, QuikTrip. Hann bauð Íslendingnum með sér og móðir hans gaf leyfi fyrir því.
Walker lýsti því í frétt á News on 6 að: „Verslunin væri staðsett innan við mílu (um 1,61 km) frá húsi þeirra. White fór inn í búðina og verslaði. Hann settist inn í bílinn og ætlaði að aka á brott þegar maður, sem talinn er hafa skotið á þá, hóf orðaskipti við White, sem að sögn vitna snerist um að White hefði ekið á manninn. Þau stóðu yfir í stutta stund áður en hinn grunaði hóf skothríð,“ segir Walker.
Ekkert fannst í öryggismyndavélum
Walker rannsóknarlögreglumaður segir að ekki liggi fyrir hvar White á að hafa ekið á hinn grunaða. Ekkert í öryggismyndavélunum bendi til þess að það hafi gerst á bílastæðinu þar sem skotárásin átti sér stað.
„Ég er sannfærður um að ég finn eitthvað á öryggismyndavélunum. Það er eingöngu tímaspursmál.“
Walker segir að næstu skref séu að skoða myndefni sem nær yfir lengri tíma og vonast til að einhverjum bregði fyrir sem passar við lýsinguna á hinum grunaða. „Við teljum að hann búi á svæðinu,“ segir Walker.
Næstu skref að kanna fortíð þeirra
760 lögreglumenn vinna í höfuðstöðvum lögreglunnar í Tulsa. Í morðdeild lögreglunnar starfa níu rannsóknarlögreglumenn.
„Á milli 3 og 4 lögreglumenn vinna að rannsókn málsins frá morðdeildinni. Að auki eru um 20 lögreglumenn á vakt á nágrenni svæðisins þar sem morðið átti sér stað. Þeirra hlutverk er að kanna nánar minniháttar vísbendingar sem berast,“ sagði Walker um rannsókn málsins á sínum tíma.
Að sögn Walkers á þessum tíma var eru næstu skref í rannsókninni þau að kanna fortíð Íslendingsins og Johns White. „Það er ekkert sem bendir til þess að hr. Þórsson hafi tengst upptökum þess sem gerðist.“
Það sem af er þessu ári (2012) hafa 33 morð verið framin í Tulsa. Að sögn Walkers finnur lögreglan sökudólga í um 80% tilfella. „Um 10-15% morða eru tilefnislaus og án þess að nein tengsl séu á milli árásarmanna og fórnarlamba. Þegar við náum skotmanninum getum við vonandi skýrt betur hvers vegna skotárásin átti sér stað,“ segir Walker
Morðinginn reyndi að breyta útliti sínu
Jackson var handtekinn í bænum Marianna í Arkansas-ríki, austan við Oklahoma. Rannsóknarlögreglumaðurinn Dave Walker, sem stýrir rannsókn málsins, segir að Jackson hafi klippt á sér hárið til að reyna að breyta útliti sínu og hafi fengið hjálp til að flýja heimaborg sína Tulsa eftir morðið. Að sögn Walker má þakka það upplýsingum frá almenningi auk rannsókn lögreglu að hann fannst. M.a. hafi grunsamleg hegðun Jackson komið upp um hann, án þess að hægt sé að útskýra það nánar á þessu stigi, þegar rannsóknin fór fram.
Þeir Jackson og Íslendingurinn voru á svipuðum aldri, 19 og 18 ára gamlir, og þekktust, voru jafnvel vinir að sögn Walkers. Ekki er ljóst hvort Jackson gerði sér grein fyrir því að Íslendingurinn hafi setið í bílnum þegar hann hóf skothríð.
„Þetta er skráð hjá okkur sem afleiðing deilna, en við höfum ekki getað yfirheyrt Jermaine Jackson ennþá. Hann er í 6 klukkustunda ökufjarlægð frá okkur, en við erum á leið þangað núna og vonumst til þess að komast til botn í málinu. Enn er mörgum spurningum ósvarað, en að minnsta kosti er morðinginn kominn af götunum og það er alltaf jákvætt.“
Dauðarefsing ólíkleg
Ungi maðurinn er á sakaskrá, en að sögn Walkers aðeins fyrir smávægilega glæpi. „Það er einhver minniháttar þjófnaður, ekkert sem líkist þessu, ekkert sem benti til þess að hann væri líklegur til að drepa tvo menn.“ Hann segir viðbúið að Jackson verði í varðhaldi þar til réttarhöld yfir honum hefjist, hvenær svo sem það verði. Ólíklegt sé að honum verði sleppt lausum gegn tryggingu.
„Ég held að hann hafi ekki tök á því að greiða neins konar tryggingu, enda má búast við því að hún hlypi á milljónum. En mér finnst ólíklegt að það verði yfir höfuð inni í myndinni. Hann hefur nú þegar reynt einu sinni að flýja, svo af hverju ættum við að vilja sleppa honum aftur.“
Dauðarefsing er við lýði í Oklahoma og raunar er Oklahoma það ríki Bandaríkjanna þar sem flestar aftökur fara fram miðað við höfðatölu. Aðspurður segist Walker þó telja ólíklegt að Jackson verði dæmdur til dauða. „Mitt persónulega mat er að þetta mál sé þess eðlis að það uppfylli ekki skilyrðin fyrir dauðarefsingu.“
Iðraðist aldrei
Jermaine Jackson gafst tækifæri til að ávarpa fjölskyldur fórnarlamba sinna eftir að dómur yfir honum var fallinn en hann kaus að gera það ekki. Í réttarhöldunum bar hann við sjálfsvörn og eins við skýrslutökur hjá saksóknara.
Á það féllst rétturinn ekki og segir Helena Jackson ekki hafa sýnt neina iðrun verka sinna. „Hann kaus að ávarpa ekki fjölskyldur fórnarlamba sinna en núna er þetta búið. Réttlátur dómur er fallinn og við getum farið að taka fyrstu skrefin fram á við.“
David Walker, varðstjóri hjá morðdeild lögreglunnar í Tulsa í Oklahoma, segir að lögreglan hafi yfirheyrt Jermaine Jackson, manninn sem grunaður er um morðin á Íslendingnum og John White. Jackson er enn í haldi í Arkansas og verður hann líklega fluttur til Oklahoma í næstu viku.
Þar bíður Jacksons tvöföld ákæra fyrir morð af fyrstu gráðu, sem er hæsta stig morðs samkvæmt bandarískum lögum, og táknar að morðið hafi verið framið af ráðnum hug. Samkvæmt Walker getur dauðarefsing legið við morði af fyrstu gráðu í Oklahoma, en hann segir að sér þyki ólíklegt að það verði raunin. Líklega eigi Jackson þó yfir höfði sér mjög langa fangelsisvist verði hann fundinn sekur.
Walker segir að ekkert í rannsókninni bendi til þess að Íslendingurinn og Jackson hafi átt í einhverjum illdeilum sem gætu legið að baki skotárásinni, þó að í ljós hafi komið að þeir hafi þekkst fyrir. Orsaka glæpsins sé líklega ekki að leita í kunningsskap þeirra.
Tvöfaldur lífstíðardómur
Jermaine Jackson, var fundinn sekur og hlaut tvöfaldan lífstíðardóm í bandarísku borginni Tulsa í Oklahomaríki fyrir að skjóta tvo menn til bana.
Amma Íslendingsins, segir að fjölskyldunni hafi létt mjög við það að réttarhöldunum sé lokið og að morðingi barnabarns hennar hafi fengið réttlátan dóm. „Núna getum við tekið fyrstu skrefin í að græða sárin og byrjað að horfa fram á veginn,“ segir amman en réttarhöldin tóku mjög á alla fjölskylduna. „Við sátum öll réttarhöldin og það var mjög erfitt fyrir okkur. Kviðdómurinn var einróma um sekt sakbornings og dómurinn réttlátur, hann á ekki möguleika á náðun fyrr en eftir 76 ár.“
Engan grunaði að nokkuð þessu líkt gæti gerst
Íslenski pilturinn sem var myrtur í Bandaríkjunum, flutti til Oklahoma þegar hann var 10 ára gamall ásamt móður sinni, eldri bróður og yngri systur. Hann hefði átt að útskrifast úr gagnfræðaskóla árið sem hann var skotinn, en hann var 18 ára gamall.
Í samtali við Morgunblaðið sagði Amma hans að hann hafi verið svolítið margbrotinn persónuleiki. „Hann var mjög listrænn, góður í að teikna og var mikið fyrir að yrkja ljóð, en hann var mjög óöruggur með sig vegna þess að hann stamaði,“ segir amma hans í samtali við fréttasíðuna NewsOn6 í Oklahoma.
Hún segir að hann hafi ort mikið af lagatextum og dreymt um að fara í Oklahomaháskóla eftir útskrift úr gagnfræðaskóla, til að leggja stund á tónlist. Hann var mjög málglaður að sögn ömmu hans. Hann var óhræddur við að tjá skoðanir sínar á hvaða málefni sem er, jafnt stjórnmálum sem fréttum líðandi stundar, og hann var með mjög smitandi hlátur.
„Þegar hann hló þá fóru allir að hlæja. Það hlógu allir með honum,“ er haft eftir ömmu hans. Hún segir fjölskylduna alla í áfalli. Engan hafi grunað að nokkuð þessu líkt gæti gerst þegar hann skrapp út í búð ásamt fjölskylduvini til að kaupa gos. „Þetta er svo tilviljanakennt, svo mikill óþarfi, maður skilur ekki hvers vegna.“
Amma hans segir jafnframt að þau séu afar þakklát fyrir þann mikla stuðning sem vinir og skólafélagar hans hafi sýnt þeim. Það hefði komið honum sjálfum á óvart að vita hversu vel hann var liðinn. Fjölskyldan er nú að undirbúa jarðarförina, sem fer fram á föstudag svo að ættingjar frá Íslandi hafi tíma til að komast á staðinn.
Heimildir:
Innlent. 10. september 2012. Fóru í stutta bílferð til að kaupa drykki. MBL.
Innlent. 12. september 2012. XXXX og morðinginn voru félagar. Vísir.
Innlent. 12. september 2012. XXX þekkti morðingjann. MBL.
News On 6. 15. mars 2016. Conviction Upheld In 2012 Murder Of Jenks Senior, Friend. Oklahoma Lake Levels.
NewsOn6.com – Tulsa, OK – News, Weather, Video and Sports – KOTV.com