Mennirnir tveir sem handteknir voru vegna skotárásarinnar í Grafarholti í fyrrinótt, hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Talið er að konan sem særðist í skotárásinni sé fyrrverandi kærasta annars þeirra sem nú eru í gæsluvarðhaldi.
Skotárásin átti sér stað utandyra í Grafarholti á fjórða tímanum aðfaranótt fimmtudags en fyrir henni urðu karl og kona á þrítugsaldri og særðust þau bæði. Eru þau hvorug í lífshættu en konan er verr haldin en maðurinn. Stuttu síðar var Hrannar Fossberg Viðarsson hantekinn á Miklubraut, grunaður um skotárásina. Annar karlmaður var handtekinn eftir hádegi. Lagði lögreglan hald á skammbyssu sem talin er vera skotvopnið sem notað var í árásinni.
Skotið var á karl og konu á þrítugsaldri utandyra í Grafarholti á fjórða tímanum aðfaranótt fimmtudags og særðust bæði, annað þó alvarlegar en hitt. Fáeinum klukkustundum síðar var karlmaður á þrítugsaldri handtekinn á Miklubraut og annar á svipuðum aldri handtekinn skömmu síðar. Lögreglan lagði hald á skammbyssu sem talið er að hafi verið notuð í árásinni og einnig bíl.
Samkvæmt heimildum Rúv er konan sem varð fyrir skoti, fyrrverandi kærasta Hrannars og maðurinn sem einnig varð fyrir skotárásinni, núverandi kærasti hennar.