Föstudagur 10. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Skotvopnið fundið – tveir úrskurðaðir í gæsluvarðhald

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mennirnir tveir sem handteknir voru vegna skotárásarinnar í Grafarholti í fyrrinótt, hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Talið er að konan sem særðist í skotárásinni sé fyrrverandi kærasta annars þeirra sem nú eru í gæsluvarðhaldi.

Skotárásin átti sér stað utandyra í Grafarholti á fjórða tímanum aðfaranótt fimmtudags en fyrir henni urðu karl og kona á þrítugsaldri og særðust þau bæði. Eru þau hvorug í lífshættu en konan er verr haldin en maðurinn. Stuttu síðar var Hrannar Fossberg Viðarsson hantekinn á Miklubraut, grunaður um skotárásina. Annar karlmaður var handtekinn eftir hádegi. Lagði lögreglan hald á skammbyssu sem talin er vera skotvopnið sem notað var í árásinni.

Skotið var á karl og konu á þrítugsaldri utandyra í Grafarholti á fjórða tímanum aðfaranótt fimmtudags og særðust bæði, annað þó alvarlegar en hitt. Fáeinum klukkustundum síðar var karlmaður á þrítugsaldri handtekinn á Miklubraut og annar á svipuðum aldri handtekinn skömmu síðar. Lögreglan lagði hald á skammbyssu sem talið er að hafi verið notuð í árásinni og einnig bíl.

Samkvæmt heimildum Rúv er konan sem varð fyrir skoti, fyrrverandi kærasta Hrannars og maðurinn sem einnig varð fyrir skotárásinni, núverandi kærasti hennar.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -