Miðvikudagur 15. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Skráðum í Þjóðkirkjuna fækkar um 2.419

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Skráðum í Þjóðkirkjuna fækkar á meðan þeim sem skráðir eru utan trúfélaga fjölgar.

Alls hefur skráðum í Þjóðkirkjuna fækkað um 2.419 manns síðastliðna tólf mánuði samkvæmt tölum frá Hagstofunni. Á vef Hagstofunnar kemur fram að þann 1. desember voru 232.672 einstaklingar skráðir í  Þjóðkirkjuna miðað við 235.091 fyrir ári. Þetta er fækkun upp á 1,0%.

Á sama tímabili hefur fjölgað um 512 manns í kaþólska söfnuðinum og um 536 manns í Siðmennt. Nokkur aukning var einnig í Ásatrúarfélaginu en um 400 manna aukning varð í félaginu á þessu ári.

Samkvæmt tölum Hagstofunnar varð þá mest hlutfallsleg aukning í Stofnun múslima á Íslandi eða um 122,1%  sem er fjölgun um 105 meðlimi. Í dag er 191 félagi í trúfélaginu.

Zúistum fækkar

Félagsmönnum fækkaði hlutfallslega mest í trúfélaginu Zuism eða um 306 manns sem er 15,8% fækkun. Einnig fækkaði í trúfélögunum Íslensk kristin þjóð og Bænahúsinu.

Þá vekur athygli að þeim sem eru skráðir utan trú- og lífsskoðunarfélaga fjölgar um 9,9% á einu ári. Núna eru alls 24.763 einstaklingar skráðir utan trú- og lífsskoðunarfélaga.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -