Fimmtudagur 26. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Skuggi föðurins: Dóttir Jóns Baldvins fékk hvergi vinnu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kolfinna Baldvinsdóttir segist vera ein þeirra þolenda sem Ólína Þorvarðardóttir lýsir í bók sinni Skuggabaldrar samfélagsins. Það er fólkið sem hefur tekið þátt í pólitík eða tengst stjórnmálamönnum og fær enga vinnu vegna fortíðar sinnar.  Kolfinna lýsir þvi hvernig hún fékk vinnu á fjölmiðlum sem dóttir Jóns Baldvins Hannibalssonar, formanns Alþýðuflokksins og ráðherra
„Ráðin hjá Stöð 2 til að sýna að sú stöð væri ekki of vilhöll „flokknum” en rekin líka til þess að þóknast „flokknum” þegar þar að kom. Ráðin hjá Rúv til að sýna að sú stöð gætti jafnræðis flokkslega, en rekin á sömu forsendum – eins og kom skýrlega fram í greinum Hannesar Hómsteins á þessum tíma: hann kvartaði undan því að “of margir kratar” væru á skjánum í „sjónvarpi allra landsmanna”,“ skrifar Kolfinna í færslu á Facebook.

Kolfinna fullyrðir að allir Íslendingar þekki dæmi um atvinnubann og misbeitingu valds, ýmist persónulega þá frá sínu nánasta umhverfi.
„Öll dæmin sem Ólína tekur fyrir þekkjum við – við höfum alltaf vitað af þessu. En það er gott að hafa þau öll núna fyrir framan okkur í einni bók. Ég tek ofan fyrir Ólínu – fyrir að þora. Nú er spurningin: hver tekur við keflinu og tekur á þessu grafalvarlega meini í okkar samfélagi, – ef ekki fulltrúar okkar á þingi? Það er sama úr hvaða fagstétt fólk kemur: Sjómaður, listamaður, arkitekt, blaðamaður, fiskverkamaður, kennari eða fyrrverandi þingmaður,- allir geta lent í hakkavélinni – ef þeir gerast svo kræfir að opinbera skoðanir sínar sem „flokknum” þóknast ekki.“

Allir geta lent í hakkavélinni

Kolfinna segist alla tíð hafa fundið fyrir því á vinnumarkaði að vera dóttir Jóns Baldvins.
„Ég hef alla tíð vitað þetta og m.a.s. fundið fyrir því á eigin skinni – þótt ég sé bara dóttir stjórnmálamanns, sem “flokknum” hefur staðið stuggur af. Bara að finna sumarvinnu sem unglingur, velti á velvild atvinnurekenda gagnvart Alþýðuflokknum – eða óvild. Atvinnutækifæri móður minnar veltu líka á því – eins og hún lýsir í nýútkominni bók sinni „Brosað gegnum tárin”.
Hún lýsir þvi að fólk í hennar stöðu í „hakkavél spillingar og flokkadrátta“ hafi gjarnan flutt af landi brott til að eiga í sig eða á. Sjálf valdi hún þann augljósa kost að flytja af landi brott.
„Og ég velti fyrir mér nú hversu mikið íslenskt samfélag hefur liðið fyrir brottflutning allra þeirra sem hafa valið þennan sama kost. Það væri efni í rannsókn: hvaða áhrif hefur þetta „braindrain” haft á framför á þessu landi, – sem Skuggabaldrar “flokksins” eru ábyrgir fyrir. Ætti hann ekki að svara til saka?“

Kolfinna lýsir þvi svo nánar hvernig viðbrögðin voru við atvinnuumsókknum hennar.
„Hversu oft hef ég ekki sent mína ferilskrá til Íslands, þegar ég sá auglýst störf sem pössuðu við mína starfsreynslu (ævinlega án svara)? Einu sinni gekk ein ráðningarstofan svo langt að mælast til þess að ég strokaði út þriggja ára starfsreynslu mína hjá Evrópusambandinu. Yfirýstir Evrópusambandssinnar eins og ég (sem hafði komið fram í mínum blaðaskrifum) kæmu ekki til greina. Þegar ég spurði hvað ég ætti þá að hafa verið að gera þessi þrjú ár, var svarið: Varstu ekki að eiga börn?“, segir í færslu Kolfinnu á Facebook.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -