Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.1 C
Reykjavik

Skuggahlið Covid: Miðaldra fólk í drykkju og sjálfsvígum fjölgar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Einangrun og atvinnumissir vegna Covid 19 og aðgerða til að halda veirunni fjarri hafa orðið til þess að drykkjuskapur og önnur neysla fíkniefni stóreykst. Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, skynjar þetta ástand betur en flestir aðrir.

„Margir eru orðnir langdrukknir, eru orðnir illa á sig komnir eftir að hafa drukkið áfengi kannski dag eftir dag í langan tíma. Þetta er jafnvel fólk sem drakk áður og hafði vissa stjórn á sér af því að það mætti í vinnuna og hélt hlutunum gangandi,“ sagði Valgerður í viðtali við Morgunvaktina á Rás 1.  Atvinnuleysi á landinu er orðið að gríðarlegu vandamáli enda eru um 10 prósent án vinnu. Þá er því spáð að atvinnuleysið verði allt að 12 prósentum um áramótin að óbreyttu. Það er sögulegt met og þýðir að 25 þúsund manns verða atvinnulausir á Íslandi. .

Risavaxin félagsleg vandamál hafa komið upp vegna þess ástands sem ríkir í samfélaginu. Eins og Mannlíf hefur greint frá hefur orðið mikil fjölgun sjálfsvíga það sem af þessu ári. Samkvæmt tölum lögreglu hafa 30 tekið líf sitt, frá byrjun árs til loka ágústmánaðar en þeir voru 18 árið 2019. Þetta þýðir að fleiri hafa fallið fyrir eigin hendi en þeir sem hafa dáið vegna sjúkdómsins. Ákveðin þöggun og afneitun hefur verið hjá yfirvöldum vegna þessa. Þannig hefur þetta skelfingarástand ekki borið á góma á fundum þríeykisins þar sem tölur eru reifaðar um þá sem eru sýktir eða í sóttkví.

 

Valgerður Á. Rúnarsdóttir. Mynd / Aldís Pálsdóttir

Aukin óregla er, að sögn Valgerðar, helst á meðal miðaldra fólks. Sá hópur er áberandi á meðal þeirra sem leita sér aðstoðar á Vogi en minna hefur farið fyrir yngra fólki. Valgerður sagði við RÚV að þar kunni að hafa góð áhrif að í faraldrinum svo lítið er um djamm vegna lokana á börum.

„Það er gríðarlegt aðhald í samfélaginu að þessu leyti fyrir fólk sem er vant að vera á þvælingi um helgar og sækja allar uppákomur.“

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -