Föstudagur 15. nóvember, 2024
-0.1 C
Reykjavik

Skuggi fellur á stjörnu Ronaldos

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þýska blaðið Der Spiegel birti á dögunum viðtal við bandaríska konu að nafni Kathryn Mayorga sem lýsti í smáatriðum hvernig portúgalska knattspyrnustjarnan mun hafa nauðgað henni á hótelherbergi í Las Vegas sumarið 2009. Sama blað greindi frá því í fyrra að Ronaldo hafi borgað Mayorga, sem þá var ekki nefnd á nafn, 375 þúsund dollara fyrir að þegja um málið. Sú upphæð jafngilti vikulaunum Ronaldos á meðan hann spilaði með Real Madrid.

Innblásin af MeToo-byltingunni og nýjum lögfræðingi ákvað Mayorga að stíga fram með sögu sína í þeirri von að aðrar konur sem kunna að hafa verið áreittar af knattspyrnustjörnunni stígi fram. Lögregluyfirvöld í Las Vegas hafa ákveðið að opna rannsókn málsins á ný eftir að Mayorga höfðaði einkamál á hendur Ronaldo. Sjálfur hefur Ronaldo og lögfræðiteymi hans harðneitað ásökununum og hótað Der Spiegel málsókn en þýska blaðið stendur við allt sem þar stendur.

 

Alla jafna „góður gæi“

Umrætt atvik á að hafa átt sér stað í júní 2009. Mayorga hitti Ronaldo á næturklúbbi í Las Vegas og bauð hann henni og vinkonu hennar í samkvæmi á hótelherbergi hans á Palms Casino-lúxushótelinu. Segir Mayorga að fyrst hafi Ronaldo leitað á hana á baðherberginu og síðan hafi hann þröngvað henni inn í svefnherbergi þar sem hann nauðgaði henni í endaþarm. Eftir á mun Ronaldo hafa sagt að hann væri alla jafna „góður gæi“ nema í eitt prósent tilvika.

 

- Auglýsing -

Greitt fyrir þögnina

Mayorga leitaði á náðir lögreglu en var ekki tilbúin að leggja fram kæru gegn einni skærustu íþróttastjörnu heims. Nokkrum mánuðum síðar var gengið frá 375 þúsund króna greiðslu þar sem Mayorga féllst á að tala aldrei opinberlega um málið. Der Spiegel komst á snoðir um samkomulagið og greindi frá því í fyrra en málið lognaðist út af og virtist það engin áhrif hafa á hann, enda skrifaði Ronaldo undir samning við Juventus í sumar sem tryggir honum 30 milljónir evra á ári.

 

- Auglýsing -

Ronaldo bregst reiður við

Ronaldo brást ókvæða við viðtalinu við Mayorga í myndbandi sem hann birti á Instagram-síðu sinni þar sem hann á 147 milljónir fylgjenda. Hann sagði Mayorga notfæra sér nafn hans til að öðlast frægð og sakaði Der Spiegel um að flytja „falsfréttir“. Christoph Winterbach, íþróttaritstjóri Der Spiegel, svaraði Ronaldo fullum hálsi og sagði fréttaflutninginn standast allar kröfur um vandaða blaðamennsku. Blaðið hefði undir höndum hundruð gagna sem styðja við fréttaflutninginn og birti hann hluta þeirra á Twitter-síðu sinni. Ronaldo undirritaði hluta þessara gagna.

 

Engin lausn í augsýn

Óvíst er hvaða stefnu málið tekur. Forráðamenn Juventus hafa ekkert tjáð sig um málið og ólíklegt að þeir muni gera nokkuð til að skaða sína verðmætustu eign. Stærstu fjölmiðlar heims hafa heldur ekki fjallað um málið að nokkru ráði. Ronaldo er með her snjallra lögmanna að baki sér og búast má við því að málsóknin á hendur honum taki langan tíma. Á meðan mun Ronaldo halda áfram að láta ljós sitt skína á knattspyrnuvellinum fyrir himinháar fjárhæðir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -