Föstudagur 22. nóvember, 2024
-1.6 C
Reykjavik

Skúli hyggst endurvekja rekstur WOW air

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Skúli Mogensen hyggjast endurvekja rekstur flugfélagsins WOW air. Þetta kemur fram á vef Fréttablaðsins.

Þar segir að nú leiti hann fjármögnunar upp á 40 milljónir dala, jafnvirði um 4,8 milljarða króna, til þess að standa straum af rekstrinum fyrstu misserin.

Þá segir að stefnt verði að því að reka lággjaldastefnu í líkingu við þá sem WOW air hafi rekið.

Í fjárfestakynningu sem Markaðurinn vísar í segir að nýja félagið muni til að byrja með, eftir að hafa sótt sér flugrekstrarleyfi, reka fimm Airbus-farþegaþotur, fjórar af gerðinni A321neo og eina af gerðinni A320neo. „Fyrstu tólf vikurnar stefni nýja félagið að því að sinna leiguverkefnum fyrir stórt evrópskt flugfélag en í lok næsta júnímánaðar sé gert ráð fyrir að vélar NewCo fljúgi frá Keflavíkurflugvelli til þrettán áfangastaða víðs vegar í Evrópu og Norður-Ameríku, nánar tiltekið til Lundúna, Parísar, Amsterdam, Berlínar, Kaupmannahafnar, Dublinar, Tenerife, Alicante, Frankfurt og Barcelona í Evrópu og New York, Baltimore og Boston í Bandaríkjunum,“ segir í frétt um málið á vef Fréttablaðsins.

Samkvæmt fréttinni munu Skúli og aðrir sem koma að stofnun nýja félagsins eiga 51 prósents hlut í nýja félaginu á meðan þeir fjárfestar sem leggja félaginu til 40 milljónir dala munu eiga 49 prósenta hlut.

Sjá einnig: WOW air hætt

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -