Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri Wow air, og Gríma Björg Thorarensen, innanhússhönnuður, eru flutt úr glæsihúsinu á Seltjarnarnesinu. Þau búa nú í heilsársbústað sínum við Hvammsvík samkvæmt heimildum Mannlífs.
Glæsihús parsins er mikið veðsett hjá Arion banka. Heimildir Mannlífs herma að Arion banki mun áfram vinna að sölu hússins sem þó er enn skráð á Skúla. Húsið við Hrófskálavör á Seltjarnarnesi er án efa eitt verðmætasta hús landsins en það hefur verið auglýst til sölu á erlendri einkavefsíðu í rúmt ár og nú hefur fasteignasalan Eignamiðlun tekið söluna að sér.
Sjá einnig: Skúli selur glæsihýsið á Seltjarnarnesi – Sjáðu myndirnar
Gríma og Skúli fóru fram á 700 milljónir króna fyrir glæsihúsið en nú er óskað tilboða í eignina. Sjávarvilla þeirra var hönnuð af Steve Christer og Margréti Harðardóttur hjá Studio Granda þar sem áhersla er lögð á sjávarsýnina og innanhússarkítektúrinn. Fasteignamat þess er 261 milljón króna og telur húsið 630 fermetra á þremur hæðum.
Nú búa þau í heilsársbústað sínum í Hvammsvík. Hann hafa þau leigt út á Airbnb og ef verð er þar skoðað kostar nóttin frá 498 pundum eða því sem nemur 92 þúsundum króna fyrir nóttina.
Hér getur þú séð myndir fleiri myndir heima hjá Grímu og Skúla.