Fimmtudagur 2. janúar, 2025
1.8 C
Reykjavik

Skúli safnaði 7,6 milljörðum króna

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Skuldabréfaútboði flugfélagsins WOW lauk í dag. Samkvæmt heimildum Mannlífs varð niðurstaðan 60 milljónir evra, jafnvirði 7,6 milljarða króna.

Hratt hefur gengið á eigið fé WOW og varð ljóst að félagið þyrfti að verða sér út um fjármagn ef halda ætti áfram rekstri. Var skuldabréfaútboðið liður í því og svar stefnan sett á að gefa út skuldabréf fyrir að lágmarki 50 milljónir evra.

Í síðustu viku var uppi óvissa um hvort það tækist en Skúli Mogensen, forstjóri WOW, tilkynnti fyrir helgi að lágkmarkinu hefði verið náð. Endanleg niðurstaða fékkst í dag og tókst WOW að safna 60 milljónum evra. Skuldabréfin eru til þriggja ára og eru vextir níu prósent ofan á þriggja mánaða millibankavexti á evrumarkaði.

Mikið hefur verið fjallað um skuldarfjárútboðið eftir að fjárfestakynning norska verðbréfafyrirtækisins Pareto, sem hafði yfirumsjón með skuldabréfaútboðinu, lak til fjölmiðla. Auk þess komu íslenskir ráðgjafar frá Arctica Finance og Fossum að útboðinu.

Skúli sagði við Financial Times að hann hyggist bjóða út minnihlutahlut í félaginu til sölu. Áætlar Skúli að heildarvirði félagsins sé að minnsta kosti 44 milljarðar króna, en til samanburðar er markaðsvirði Icelandair 36 milljarðar króna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -