Föstudagur 15. nóvember, 2024
1.6 C
Reykjavik

Skúli saknar WOW og skýrir hvers vegna allt fór úrskeiðis: „VIð unnum kraftaverk dag eftir dag“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Skúli Mogensen, eigandi WOW flugfélagsins fallna, þvertekur fyrir að bæði viðskiptamódel flugfélagsins og fargjöld þess hafi verið ósjálfbær. Hins vegar telur hann ástæðuna fyrir fallinu þá að hinn frábæri hópur sem gerði WOW að veruleika missti sjónar á upprunanum sem lággjaldaflugfélag.

Í gær voru tvö ár frá því WOW flaug sitt síðast flug og Skúli rifjar upp tímann í færslu á Facebook. „Ég á erfitt með að trúa því að þegar séu liðin tvö ár frá því að WOW air flaug sitt síðasta flug og ég þurfti að horfast í augu við þá staðreynd að þessu ótrúlega ævintýri væri lokið. Að sumu leyti er þetta þegar orðinn fjarlægur draumur en samt líður vart sá dagur að ég hugsi ekki um þann frábæra hóp sem gerði WOW að veruleika. Þetta var einstakt í alla staði.“

Skúli segir þá stefnubreytingu sem flugfélagið tók vera grunninn að fallinu. „WOW hætti að vera lággjaldafélag og þar með afvega leiddumst við. Það var þessi stefnubreyting sem varð WOW að falli. Við gleymdum okkur í velgengninni og misstum sjónar af uppruna okkar sem hreinræktað lággjaldafélag þar sem allt gekk út á að bjóða ávallt lægstu mögulegu fargjöldin með bros á vör,“ segir Skúli og heldur áfram:
„Ég mun aldrei gleyma stemningunni sem ríkti hjá okkur og þeim anda og vilja sem gerði okkur kleift að vinna kraftaverk dag eftir dag undir óheyrilega erfiðum kringumstæðum. Allt fram að morgni síðasta dags vorum við að vinna í því að tryggja framtíð félagsins og vorum sannfærð um að það myndi takast en því miður fór sem fór. Eftir því sem tíminn líður sé ég betur hversu einstakt þetta ævintýri var og hversu mikið ég sakna fólksins okkar, stemmningunni, kraftinum og þeirri miklu uppbyggingu sem átti sér stað hjá WOW. Eg sakna WOW í öllu sínu veldi!“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -