Fimmtudagur 14. nóvember, 2024
2.7 C
Reykjavik

Skúli var bæði landlaus og föðurlaus í æsku: „Heimurinn minn var bara mamma“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Skúli Isaaq Skúlason Qase er sonur Amal Rúnar Qase sem lést í janúar. Hann ræðir hér meðal annars um móður sína baráttukonuna, vanlíðan í gegnum árin vegna alkóhólismann sem hún barðist við, dauða hennar og sorgina. Skúli er í helgarviðtali við Mannlíf. „Þessi sjúkdómur tók hana alveg. Gjörsamlega eyðilagði mjög sterka konu.“

Amal Rún kynntist föður Skúla, viðskiptamanninum Skúla Þorvaldssyni, og fæddist sonurinn árið 1993. Skúli yngri segir að þau hafi aldrei verið par þannig séð. „Hún ætlaði aldrei í fóstureyðingu. Hún sagði við mig að hún hafi ekki viljað neinn pening. Fyrstu sjö mánuðina í lífi mínu var ég ekki frá neinum stað út af því að börn sem fæðast á Íslandi fá þjóðerni móður sinnar og vegabréfið hennar mömmu var útrunnið og svo var ekkert sómalskt sendiráð hér eða sómölsk ríkisstjórn á þessum tíma. Þannig að hún var ekki frá neinu landi. Og ég ekki heldur.“ Skúli var landlaus.

Skúli segist vera í sambandi við föður sinn sem býr erlendis. „Samband okkar er eins og það er. Það hefur verið betra síðustu ár. Hann hringir af og til svo sem á afmælisdeginum mínum. Þegar haldið var upp á sjö ára afmælið mitt sagði mamma að pabbi væri þarna. Ég benti á hann og spurði hvort þetta væri hann. Heimurinn minn var bara mamma. Við áttum bara hvort annað. Það vorum alltaf bara við tvö. Ég á hálfbróður sem er þremur árum yngri en mamma. Hann varð síðan mikið inn í lífinu mínu og hann var næstum því í föðurhlutverki. Hann gerði allt sem hann gat fyrir mig og hefur alltaf verið partur af lífi mínu. Og pabbi þannig lagað séð líka. Hann gerði það sem hann gat. Pabbi hjálpaði til dæmis mömmu að kaupa íbúð sem hún borgaði upp. Ég veit ekki hversu djúpt ég á að fara út í þetta. Það er helvíti mikið verk að vera foreldri en það þarf að vera present – setja plástur á hné og koma á píanóæfingar. Þetta hefur þó alltaf verið „in the distance“.“ Ég sagði aldrei fólki á unglingsárunum að ég væri Skúlason. Ég sagði alltaf Skúli Isaaq Qase. Þetta kenndi mér hvernig foreldri ég vil vera. Ég hlakka til að verða faðir þótt ég sé ekki tilbúinn núna – ég vil fá að gefa frá mér það sem vantaði hjá mér. Það er samt ekki eins og hann elski mig ekki.“

Viðtalið í heild sinni er hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -