Suðvestan hvassviðri eða stormur á norðanverður landinu, allt að 25 m/ með snörpum vindhviðum. Einnig hvessir austantil síðdegis í dag. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar í dag. Þar er bent á að gefnar hafa verið út gular viðvaranir vegna vinds á Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra og Norðausturlandi.
„Rigning og síðar skúrir eða slydduél samhliða þessu sunnan og vestantil á landinu og vindur 8-13 m/s. Eitthvað hægir á vindi á morgun, þó enn víða 10-15 m/s og 18-23 á Norðaustur og Austurlandi fram eftir degi. Lítlsháttar úrkoma sunnan- og vestantil á morgun. Hiti víða 5 til 10 stig,“ segir í lýsingunni.
Horfur næsta sólarhringinn:
Sunnan og suðvestan 10-18 m/s, en staðbundið 18-25 á norðantil. Rignir á sunnan- og vestanverðu landinu fram yfir hádegi, en úrkomulítið í öðrum landshlutum. Hægari vindur og smá skúrir seinni partinn. Hiti víða 5 til 10 stig, en kólnar heldur í kvöld og dálítil slydduél vestantil. Suðvestan 13-20 m/s á morgun, hvassast á norðanverðu landinu. Skýjað með köflum og lítlsháttar væta vestanlands, en bjartara yfir og þurrt á Norður- og Austurlandi. Áfram svipaður hiti.