Mosfellsbæjarlögregla var kölluð til vegna slagsmála í fjölbýlishúsi. Átökin voru stöðvuð. Einn var handtekinn í blokkinni og vistaður í fangaklefa vegna málsins. Í miðborg Reykjavíkur var einnig slegist. Einn var handtekinn á vettvangi grunaður um líkamsárás. Alls gistu þrír fangageymslur lögreglunnar í nótt.
Ökumaður var handtekinn grunaður um akstur án réttinda. Til að bæta gráu ofan á svart reyndist hann aka of hratt. Tveir til viðbótar dópaðir á akstri um höfuðborgarsvæðið án þess að hafa til þess réttindi. Annar þeirra var handtekinn með fíkniefni í fórum sínum.