Mánudagur 13. janúar, 2025
1.8 C
Reykjavik

Slagsmálahundar í sárum – Óviðræðuhæfur og dópaður ökufantur settur í fangaklefa

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nóttin sem er að baki einkenndist af brotlegum ökumönnum sem ýmist voru drukknir eða dópaðir á ferðinni í myrkrinu. Fjórar manneskjur gistu fangageymslur á höfuðborgarsvæðinu í nótt.

Lögregla var kölluð til vegna líkamsárásar en þar höfðu tveir aðilar verið að slást. Báðir eru slagsmálahundarnir grunaðir um að hafa veitt hinum áverka. Skýrsla tekin af þeim og rituð vegna málsins.

Ökumaður var  stöðvaður í akstri þar sem lögregla ætlaði að kanna með ástand og réttindi hans. Í ljós kom að hann  var undir áhrifum fíkniefna. Þá er hann grunaður um sölu- og dreifingu fíkniefna auk umferðarlagabrota. Maðurinn var óviðræðuhæfur vegna ástands síns. Hann var læstur inni í fangageymslu þangað til að hægt verður að ræða við hann vegna málsins.

Ökumaður var stöðvaður í austurborginni á hraða sem nam 107 kílometrum á klukkustund þar hámarkshraði er 50 kílómetra. Ökufanturinn reyndist hafa verið sviptur ökuréttindum.
Ökumaður var  stöðvaður grunaður um ölvunarakstur og akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Lögregla hafði þá leitað hans vegna annars máls og var hann fangelsaður í þágu rannsókna þess máls.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -