Lögreglunni barst tilkynning um klukkan hálf eitt í nótt vegna slagsmála á bar í austurhluta Reykjvíkur. Þegar lögegla kom á vettvang voru engir slagsmálahundar sjáanlegir og enginn vildi ræða við lögreglu vegna átakanna. Var málið þar með látið kjurrt liggja og verður það ekki rannsakað.
Brotist var inn í fyrirtæki um klukkan hálf tvö í nótt og nokkrum munum stolið. Þjófarnir voru á bak og burt þegar lögreglan kom á vettvang en er málið nú í rannsókn.
Þá barst önnur tilkynning um innbrot um svipað leyti en átti það sér stað í fjölbýlishúsi. Urðu íbúar hússins varir við þjófana hlaupa á brott eftir að þeir höfðu brotist inn í geymslu.
Lögregla aðstoðaði nokkra ölvaða aðila við að koma sér heim en höfðu þeir verið að skemmta sér.