Föstudagur 25. október, 2024
3.2 C
Reykjavik

Slaka enn frekar á taumhaldi og lækka vexti í 1,75%

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Seðlabanki Íslands hefur birt niðurstöður nýlegra funda peningastefnunefndar og fjármálastöðugleikanefndar en eins og Mannlíf greindi frá fyrr í mánuðinum hefur Seðlabanki Íslands undirbúið stóran aðgerðarpakka til að bregðast við efnahagslegum áhrifum COVID-19 faraldursins.

Nefndirnar hafa undanfarið skoðað til hvaða mótvægisaðgerða þær geti gripið. „Bæði þjóðarbúið og fjármálakerfið hér á landi eru vel í stakk búin til þess að takast á við áföll og eru nefndirnar tilbúnar til þess að beita þeim tækjum sem þær hafa yfir að ráða til þess að draga úr neikvæðum efnahagslegum áhrifum þessa áfalls,“ segir í tilkynningu á vef Seðlabanka Íslands.

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,5 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,75%.

„Peningastefnunefnd mun áfram fylgjast grannt með framvindu efnahagsmála og nota þau tæki sem nefndin hefur yfir að ráða til að styðja við þjóðarbúskapinn,“ segir m.a. í nýrri yfirlýsingu peningastefnunefndar.

Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að aflétta 2% kröfu um sveiflujöfnunarauka á fjármálafyrirtæki og verður hann því 0%. Sjá hér nánar í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar.

Núna klukkan 10:00 hefst vefútsending þar sem niðurstöðurnar verða kynntar nánar. Kynningin verður í höndum Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra, Þórarins G. Péturssonar, framkvæmdastjóra sviðs hagfræði og peningastefnu og Hauks C. Benediktssonar, framkvæmdastjóra fjármálastöðugleikasviðs.

- Auglýsing -

Sjá einnig: Stór aðgerðapakki stjórnvalda vegna COVID-19 á lokametrunum

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -