Þjóðvegur 1 um Öxnadal er enn lokaður og verður eitthvað fram eftir kvöldi, jafnvel fram eftir nóttu, segir í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra. Alvarlegt rútuslys varð á Öxnadalsheiði laust eftir klukkan 17 í dag. 23 erlendir farþegar voru í rútunni sem valt. Margir þeirra eru slasaðir en ekki liggja fyrir upplýsingar um ástand farþeganna.
Lögreglan hvetur þá sem þurfa að komast á milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar í kvöld að fara fyrir Tröllaskagann í gegnum Siglufjörð og Ólafsfjörð.
Flestir farþegar hafa nú verið fluttir af vettvangi og á Sjúkrahúsið á Akureyri. Þar fer fram frekari greining og þá eru tvær sjúkraflugvélar klárar á Akureyri og þyrla Laandhelgisgæslunnar er komin til Akureyrar og mun flytja slasaða til Reykjavíkur.