- Auglýsing -
Óvelkominn gestur brást illa við þegar honum var vísað úr heimahúsi.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út vegna óvelkomins aðila í heimahúsi í austurhluta Reykjavíkurborgar í gær.
Þegar viðkomandi var vísað út sló hann lögreglukonu í andlitið. Var hann vistaður í fangaklefa í kjölfarið, að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Ekki fylgdi hvort lögreglukonan meiddist.
Þá var ökumaður tekinn fyrir of hraðan akstur í gærkvöldi. Ók maðurinn bifreið sinni á 119 km/klst þar sem hámarkshraði er 50 km/klst.