Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Sló met með 328 dögum í geimnum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bandaríski geimfarinn Christina Koch lenti í Karaganda í norðurhluta Kasakstans í dag eftir að hafa dvalið 328 daga í heimnum. Engin kona verið lengur í geimnum í einni atrennu en fyrir átti bandaríski geimfarinn Peggy Whitson metið, hún var 289 daga í geimnum.

Í þennan tíma var Koch í Alþjóðlegu geimstöðinni sem er á braut um jörðu. Ferðalag hennar hófst í mars í fyrra og átti dvöl hennar upphaflega að taka hálft ár.

Koch sagðist vera himinlifandi í samtali við fjölmiðlafólk og aðra sem tóku á móti henni og tveimur félögum hennar, Luca Parmitano og Aleksandr Skvortsov, þegar þau lentu í Kasakstan í morgun. Hún sagði það vera mikinn heiður að feta í fótspor fyrirmynda sinna.

Tvær konur í geimgöngu

Koch skráði einnig nafn sitt á spjöld sögunnar í október í fyrra þegar hún og Jessica Meir fóru í fyrstu geim­göng­una sem var ein­göngu skipuð kon­um og unnu viðgerðir fyrir Alþjóðlegu geim­stöðina.

Geimferjan lenti í Karaganda í norðurhluta Kasakstans í dag. Mynd / EPA

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -