Bandaríski geimfarinn Christina Koch lenti í Karaganda í norðurhluta Kasakstans í dag eftir að hafa dvalið 328 daga í heimnum. Engin kona verið lengur í geimnum í einni atrennu en fyrir átti bandaríski geimfarinn Peggy Whitson metið, hún var 289 daga í geimnum.
Í þennan tíma var Koch í Alþjóðlegu geimstöðinni sem er á braut um jörðu. Ferðalag hennar hófst í mars í fyrra og átti dvöl hennar upphaflega að taka hálft ár.
Koch sagðist vera himinlifandi í samtali við fjölmiðlafólk og aðra sem tóku á móti henni og tveimur félögum hennar, Luca Parmitano og Aleksandr Skvortsov, þegar þau lentu í Kasakstan í morgun. Hún sagði það vera mikinn heiður að feta í fótspor fyrirmynda sinna.
Tvær konur í geimgöngu
Koch skráði einnig nafn sitt á spjöld sögunnar í október í fyrra þegar hún og Jessica Meir fóru í fyrstu geimgönguna sem var eingöngu skipuð konum og unnu viðgerðir fyrir Alþjóðlegu geimstöðina.
NEW RECORD! 328 days is the new record for the longest single spaceflight ever by a female astronaut, set today by @Astro_Christina as she completed her long-duration mission with a landing in Kazakhstan. Christina shares some of her most cherished memories aboard the station. pic.twitter.com/CClACI9JTQ
— Intl. Space Station (@Space_Station) February 6, 2020