- Auglýsing -
Útköll slökkviliðsins eru af ýmsu toga. Í óveðrinu sem gekk yfir á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku gekk eitt útkallið út á að aðstoða húsráðanda sem var í vandræðum með um 8 fermetra svalahurð sem ætlaði inn í stofu í rokinu, „…enda má segja að húsið hafi verið með vindinn í fanginu,“ segir á Facebook-síðu slökkviliðsins.
„Okkar fólk var ekki lengi að redda málunum og stífaði hurðina tryggilega.
Já, hann er mikill mannauðurinn og margir sérfræðingarnir innan SHS.“
Á síðunni kemur líka fram að 117 sjúkraflutningar voru síðasta sólarhringinn, þar af 28 forgangsflutningar. Þá var farið í 6 Covid flutninga. Minna var að gera á slökkvibílunum, sem betur fer eða 2 útköll.