Föstudagur 13. september, 2024
10.8 C
Reykjavik

Slökkviliðsmaður hrapaði í Garði

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eldur braust út á efri hæð húss í Garði í nótt. Einn íbúi var á efri hæðinni. Hann komst út af sjálfsdáðum. ómeiddur, áður en slökkvilið kom á staðinn. Ármann Árnason, varðstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja, segir einn íbúa hafa verið á efri hæðinni en honum hefði tekist að koma sér út áður en slökkvilið kom á vettvang. Slökkviliðsmenn rufu  þakið til þess að ráða niðurlögum eldsins. RÚV sagði frá. Slökkviliðsmaður meiddist þegar hann féll af þakinu. Hann var í öryggislínu sem bjargaði honum frá því að falla til jarðar. Hann fann til í hálsi og baki eftir fallið.

Á neðri hæð hússins er gistiheimili en það var mannlaust. Slökkvistarfi lauk klukkan um sex í morgun. Húsið er stórskemmt og  Ármann gat ekki sagt til um tildrög eldsins og segir þau til rannsóknar hjá lögreglu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -