- Auglýsing -
Slys varð fyrir skömmu síðan á mótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Fjöldi viðbragðsaðila er á staðnum. Merktir og ómerktir lögreglubílar og sjúkrabílar eru á vettvangi. Um var að ræða harðan árekstur og slys á fólki. Akreinum hefur verið lokað vegna slyssins. Fréttamaður Mannlífs var á staðnum.
Vísir greinir frá því að árekstur hafi orðið á milli lögreglubifreiðar í forgangsakstri og pallbíls. Þrír eru sagðir vera slasaðir, tveir lögreglumenn og einn almennur borgari. Klippa þurfti lögreglumann út úr bifreiðinni.
