Föstudagur 10. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Smári hefur lengi verið róttækur: „Ég hef tekið þátt í að afhjúpa […] þúsundir stríðsglæpa“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Smári Páll McCarthy er afmælisbarn dagsins. Þrátt fyrir langan og áhrifaríkan feril er hann aðeins 38 ára í dag.

Smári, sem er hálfur Íri, var undrabarn á sviði forritunar á sínum tíma en einungis 16 ára starfaði hann sem forritari hjá Salt Systems og ári síðar sem forritari hjá Þjóðskalasafni Íslands. Eftir sterka byrjun lá leiðin enn upp á við en Smári fékkst við ýmis störf er tengdust forritun og verkefnastjórn. Smári komst svo á þing fyrir Pírataflokkinn árið 2016 og sat á þingi allt til ársins 2021 þegar hann ákvað að gefa ekki kost á sér aftur.

Árið 2016 birtist viðtal við Smára á Kjarnanum þar sem hann var spurður spjörunum úr. Þegar hann er spurður um það róttækasta sem hann hefði gert um ævina átti hann erfitt með að velja eitthvað eitt enda þekktur róttæklingur.

„Ég hef tekið þátt í að afhjúpa bæði þúsundir stríðsglæpa og hundraða milljarða dollara spillingarmál, þjálfað blaðamenn og aðgerðarsinna í ótal löndum, og aðstoðað fólk í Túnis, Egyptalandi, Úkraínu og víðar þegar það byltir ríkisstjórnum sínum. Það er farið að verða pínu erfitt að velja eitthvað eitt.“

Mannlíf óskar Smára innilega til lukku með daginn!

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -