- Auglýsing -
Íbúi á sambýli fyrir fatlað fólk á höfuðborgarsvæðinu greindist með COVID-19 smit fyrir tíu dögum og veiktist fimm dögum síðar. Vísir greinir frá. Þar segir að fjórir stafsmenn og þrír íbúar voru settir í sóttkví eftir að smitið greindist.
Talið er að sá smitaði hafi fengið heimsókn frá ættingja þann 1. mars, ættinginn hafði verið á skíðum erlendis á skilgreindu hættusvæði.
Sá smitaði var ekki mikið veikur.