Fjöldi Covid-19 smita í heiminum er kominn yfir sautján milljónir og hefur fjölgað um milljón síðustu fjóra daga. Flest ný smit greinast í Indlandi, Brasilíu og Bandaríkjunum, en smitum fjölgar einnig dag frá degi í ýmsum löndum Evrópu.
Í Bandaríkjunum hafa greinst tæplega 4.5 milljón smit og tala látinna er komin í rúmlega 152.000 manns sem er hæsta dánartala í heiminum. Á miðvikudaginn dóu 1,461 manns með staðfest Covid-19 smit í Bandaríkjunum, sem þýðir eitt dauðsfall á mínútu þann sólarhringinn.
Í Bretlandi hafa greinst 304,000 smit og opinber tala um fjölda látinna er 46,084. Þar er eingöngu um að ræða dauðsföll þar sem Covid-19 hefur verið staðfest sem orsök, en talan hækkar til muna þegar dauðsföll þar sem grunur er um Covid-19 smit eru tekin með í reikninginn.
Metro hefur tekið saman nánari tölur um fjölda smitraðra og látinna á heimsvísu sem kynna má sér hér.