Fjöldi staðfestra COVID-19 smita hér á landi er kominn upp í 890 samkvæmt nýjustu tölum á covid.is. Greindum smitum hefur fjölgað um 88 á síðasta sólarhring. 17 sjúklingar eru á sjúkrahúsi vegna veirunnar er fram kemur á covid.is.
Alls eru 10.009 einstaklingar í sóttkví hér á landi vegna útbreiðslu veirunnar.
392 sýni voru rannsökuð á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í gær og 606 sýni voru rannsökuð hjá Íslenskri erfðagreiningu.
Samkvæmt tölum covid.is hafa 82 náð bata eftir að hafa smitast.
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar klukkan tvö í dag. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, verður gestur fundarins í dag og mun hún ræða þær áskoranir sem blasa við lögreglunni í ljósi COVID-19.